top of page
52755270378_d2ace62a9d_k.jpg

Olivier Piotr Lis

Ég heiti Olivier Piotr Lis og er 19 ára, fæddist í Reykjavík þann 1. mars 2004. Ég hef mikinn áhuga á list, hönnun, tölvuleikjum og tónlist. Ég hlusta mikið á tónlist, þó að ég kunni ekki á neitt hljóðfæri þá elska ég að hlusta á allskonar tónlist. Nokkrir tón­listarmenn/hljómsveitir sem ég elska eru Beabadoobee, Dominic Fike, Gorillaz, Deftones, Tricot og Band Maid. Ég er mikill tölvuleikjaspilari og hef spilað marga skemmtilega leiki svo sem Raft, The Forest, Valorant, Rocket League og marga aðra. Ég tók þátt í FRÍS í Tækniskóla liðinu, þar sem ég keppti í Rocket League og við unnum FRÍS mótið árið 2022.
Þegar ég var yngri þá var ég mikið í listinni og teiknaði mikið en ég var alltaf svo óviss hvað ég vildi gera í framtíðinni. Það var alveg í lok grunnskólans sem ég ákvað að læra grafíska miðlun í Tækniskólanum og það var því fyrsta valið mitt. Mér fannst það besta valið vegna þess að mér finnst bóklegt nám frekar leiðinlegt og síðan er svo gaman að geta skapað nýja og flotta hönnun.

bottom of page